Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að óvissunni um Reykjavík Energy Invest (REI) verði ekki eytt fyrr en löggjafinn hafi ákveðið hvernig umhverfinu í orkumálum verði háttað. Borgarstjóri vill sjálfur að tryggt verði með lögum að auðlindir og almenningsveitur verði í eigu almennings. Til að fá skýrari mynd af áformum stjórnvalda hefur hann óskað eftir fundi með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Sá fundur fer fram á mánudag. "Þótt ekki fengist önnur niðurstaða af þessum fundi en sú að forsætisráðherra staðfesti það sem hann hefur verið að segja í fjölmiðlum að ríkisstjórnin stefni að því að auðlindir verði í almenningseigu og almenningsveitur verði í almenningseigu, þá er það býsna mikill árangur og mikið veganesti inn í frekari viðræður okkar við meðeigendur okkar í Hitaveitu Suðurnesja," segir borgarstjóri.

Lesið viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Viðskiptablaðinu í dag.