Forystufólk Sjálfstæðisflokks er sammála um að ekki verði tekinn upp nýr gjaldmiðill á Íslandi á næstunni. Samhljómur var meðal flestra um að einhliða upptaka nýs gjaldmiðils kæmi ekki til greina. Þetta er þvert á tillögur efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins sem Viðskiptablaðið hefur greint frá og liggja nú fyrir landsfundi. Forystufólk flokksins virðist hins vegar sammála um að annað hvort verði haldið í krónuna eða náð í evruna með inngöngu í Evrópusambandið og virðast fleiri styðja fyrri kostinn.

Þessi afstaða leiðtoga Sjálfstæðisflokksins kom fram í fyrirspurnartíma á landsflukki flokksins í gær. Þar sátu formaður, varaformaður, þingflokksformaður og oddvitar kjördæmanna fyrir svörum og gátu landsfundarfulltrúar beint til þeirra spurningum.

Verðtrygginguna bar einnig á góma og voru oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna, þau Hanna Birna og Illugi, sammála um tal um afnám eða bann verðtryggingar væri ódýr lausn. Illugi lagði áherslu á mikilvægi þess að halda verðbólgunni niðri, sem væri forgangsverkefni.