Forystumenn bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron voru í gær sekir fundnir. Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri, var sekur fundinn í öllum sex ákæruatriðum, m.a. fyrir skjalafals, verðbréfa- og fjársvik.

Jeffrey Skilling, fyrrum stjórnarformaður, var fundinn sekur í 19 ákæruatriðum af 28, að því er fram kemur á fréttavef Dow Jones. Málið þykir eitt mesta hneyksli í bandarískri viðskiptasögu. Lay og Skilling mega eiga von á langri fangelsisvist í kjölfar dómsins.

Dómurinn þykir mikill sigur fyrir stjórnvöld sem m.a. settu á fót nefnd til að undirbúa málarekstur vegna hneykslismála innan bandarískra stórfyrirtækja.