*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 12. apríl 2021 08:03

Fossar hagnast um 177 milljónir

Fossar markaðir högnuðust um 177 milljónir í fyrra miðað við 310 milljóna hagnað árið 2019. Faraldurinn litaði reksturinn.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir högnuðust um 177 milljónir í fyrra miðað við 310 milljóna hagnað árið 2019. 

Rekstrartekjur lækkuðu úr 1,05 milljörðum í 920 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 10% og námu 303 milljónum en 14 stöðugildi voru hjá félaginu bæði árin.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, segir afkomuna ásættanlega en reksturinn hafi litast af ástandinu í samfélaginu sem hafi leitt af sér tekjusamdrátt hjá félaginu.

Stikkorð: Fossar markaðir