Fossar markaðir hafa tilkynnt samstarf við hinn danska Saxo Bank. Samstarfir veitir Fossum aðgangi að 50 kauphöllum um heim allan.

Þetta veitir Fossum enn fremur að 30 þúsund fjárfestingarkostum, m.a í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og skráðum verðbréfasjóðum.

Fossar geta því boðið viðskiptavinum sínum beinan markaðsaðgang og munu þar með tengja viðskiptakerfi og átt viðskipti hvar og hvenær sem er. Beinn aðgangur verður í gegnum heimasíðu Fossa.

Þetta er hluti af aukinni áherslu Fossa á alþjóðlega starfsemi - Fossar hafa einnig nýlega opnað skrifstofu í Stokkhólmi.

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem leiðir uppbyggingu erlendra fjárfestinga er spennt fyrir hugmyndinni um að geta veitt viðskiptavinum aðgang að alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Telur hún viðskiptakerfin þægileg í notkun og bjóða þau upp á ýmis greiningartæki sem auðvelda geti ákvörðunartöku viðskiptavina.

Samkvæmt Önnu er tímasetningin góð þar sem að afnám fjármagnshafta séu innan seilingar.

Martin Ernst, sem er framkvæmdarstjóri Saxo Bank á Norðurlöndum er ánægður með samstarfið og telur tímasetninguna einnig góða - sér í lagi vegna aðstæðna á Íslandi.

„Við hjá Saxo Bank erum ánægð með að hafa gengið til samstarfs við Fossa markaði. Tímasetning samningsins gæti ekki verið betri þegar horft er til aðstæðna á Íslandi og uppbyggingar Fossa markaða á alþjóðlegri starfsemi og fjárfestingum.“

Hann segir að í vændum séu spennandi tækifæri fyrir íslenska fjárfesta sem samstarfið leiði af sér. „Annars vegar vegna alþjóðlegrar reynslu sem sérfræðingar Fossa búa yfir og hins vegar vegna sérhæfðrar þekkingar sem starfsmenn Saxo Bank hafa öðlast á liðnum áratugum og fært hafa bankanum fjölmörg verðlaun fyrir markaðslausnir sínar. Þetta gagnkvæma samstarf mun opna Íslendingum dyrnar á ný að alþjóðlegum fjármálamörkuðum.“