Fosshótel ehf. var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Straumási ehf. 3,5 milljónir króna auk dráttarvaxta af hluta upphæðarinnar og málskostnað. Straumás er eigandi Hótel Valaskjálfs sem Fosshótel tók á leigu árið 2006 auk lausafjármuna.

Ósætti reis á milli málsaðila vegna margvíslegra þátta. Þannig skuldbatt leigusalinn sig til að lagfæra húsnæðið en framkvæmdir drógust á langinn og var leigutaki ekki ánægður með ástand húsnæðisins.  Gerðu aðilar með sér samkomulag í maí 2006 um að Straumás útvegaði þegar í stað menn til að vinna við að koma hótelinu í umsamið ásigkomulag. Í kjölfarið reis ágreiningur um m.a. fjárhæð leigu og hvernig reikna skyldi aðkeypta þjónustu, rafmagn, hita, viðhald húsnæðis, áhöld og tæki og ýmislegt fleira.

Gerðu málsaðilar kröfur hvor á hendur öðrum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að viðurkennd er bótakrafa Fosshótela væri að fjárhæð 4.473.880 krónur en ógreidd leiga næmi 7.973.176 krónum. Voru Fosshótel því dæmd til að greiða Straumási 3.499.296 krónur, auk vaxta og málskostnaðar.