Fosshótel ehf. hafa tekið við rekstri Mosfells, 56 herbergja hóteli á Hellu á Rangárvöllum. Mosfell hefur verið starfrækt í fjöldamörg ár en að sögn Sigrúnar Hjartardóttur hjá Fosshótelum er hótelið upplagður áningarstaður fyrir fólk sem ætlar upp á hálendi því stutt er í Þjórsárdalinn, Landmannalaugar og Þórsmörk. "Brúar Fosshótel Mosfell nú bilið á milli Fosshótelsins Hlíð í Ölfusi og Fosshótels Vatnajökull, í nágrenni Hafnar í Hornafirði."

Að sögn Sigrúnar eru nýtingatölur sumarsins hjá Fosshótelum svipaðar og í fyrra, en aukning ferðalanga til Íslands helst ekki í hendur við aukningu á framboði á gistirýmum. Sérstaklega er þetta áþreifanlegt í höfuðborginni, en Fosshótel ehf. rekur 3 hótel í Reykjavík; Baron, Lind og Höfða með alls um 215 herbergi.

Nánar í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.