Uppsöfnuð ávöxtun í Kauphöllinni eftir vikudögum.
Uppsöfnuð ávöxtun í Kauphöllinni eftir vikudögum.
© None (None)

Ef litið er á uppsafnaða ávöxtun hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni þá sést að mánudagar og þriðjudagar eru langsamlega verstir á meðan ástandið batnar þegar nær dregur helginni. Uppsöfnuð ávöxtun á föstudögum frá árinu 2006 fram til júní á þessu ári er 46,6%, 18,35% á fimmtudögum og 10,52% á miðvikudögum. Á mánudögum og þriðjudögum er uppsöfnuð ávöxtun neikvæð um 82,19% annars vegar og 57,93% hins vegar.

Ef tekið er tillit til þess að við íslenska bankahrunið þá urðu mestar sviptingar á mánudögum og þriðjudögum og árið 2008 tekið út úr gagnasafninu þá breytast tölurnar nokkuð en leitnin helst sú sama. Enn eru mánudagar og þriðjudagar verstir með 32,23% og 10,94% neikvæða uppsafnaða ávöxtun. Miðvikudagar eru með 19,5% uppsafnaða ávöxtun, fimmtudagar 38,43% og föstudagar 43,22%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.