*

þriðjudagur, 20. október 2020
Erlent 3. nóvember 2015 18:33

Föt og munir Thatcher til sölu

Uppboð á klæðnaði og skartgripum Margaret Thatcher verður í næsta mánuði.

Ritstjórn

Breska safnið Victoria & Albert Museum afþakkaði boð eftirlifenda Margaret Thatcher um að hýsa og sjá um persónulegar eignir og muni stjórnmálakonunnar nú á dögunum. 

Því ákváðu ættmenni fyrrverandi forsætisráðherrans að halda uppboð og selja þá til hæstbjóðenda. Uppboðið verður í Christies

Meðal þessarra muna má telja rúma 300 hluti á borð við giftingarkjól, handtöskur, skartgripi og síðast en ekki síst hennar einkennandi dragtir.

Féð sem safnast við uppboðið rennur að lokum til barna Margaret, Mark og Carol Thatcher.