Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í meistaraflokki KR, er að útskrifast úr grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands nú í febrúar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í deildinni. Hann er með 9,55 í meðaleinkunn. Meðan á námi stóð fór Guðmundur Reynir í skiptinám í eina önn við Harvard háskóla. Hann ætlar að taka sér frí frá námi núna.

„Ég held ég taki mér smá hvíld frá námi og fer að skoða einhverja möguleika á vinnu. Annars er það bara fótboltinn,“ segir Guðmundur Reynir. Aðspurður segist hann ætla að mæta ferskur til leiks þegar úrvalsdeildin byrjar í vor. „Já, ég ætla að mæta gríðarlega ferskur fyrst maður er búinn með háskólanám í bili,“ segir hann.