„Við erum nokkrir saman að kaupa Hótel Eyjar,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV í fótbolta. Hópurinn á bak við kaupin samanstendur að mestu leyti af fótboltamönnum í Bestu deild karla á Íslandi.

Til viðbótar við Guðjón eru þeir Alex Freyr Hilmarsson leikmaður ÍBV, Heiðar Ægisson leikmaður Vals og Ernir Bjarnason leikmaður Keflavíkur meðlimir í hópnum. Jónas Guðbjörn Friðhólm Jónsson stendur einnig á bak við fjárfestinguna, en hann starfar í stjórn ÍBV. Brynjar Óli, bróðir Ernis Bjarnasonar, er jafnframt meðlimur í hópnum og spilar hann með Augnablik í 3. deild.

Þeir félagar kaupa Hótel Eyjar af Íslandsbanka, en hótelið lenti illa í heimsfaraldrinum. Það er staðsett á Bárustíg 2 og mannar sjö hótelherbergi og átta stúdíó íbúðir. Þess má geta að Bárustígur 2 er sögufrægt hús í Vestmannaeyjum. Kaupfélagið Drífandi, sölu- og verslunarfélag alþýðunnar í Eyjum, lét reisa húsið og flutti starfsemi sína þangað fyrir meira en hundrað árum síðan, árið 1921.Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Borg Restaurant er nýr veitingastaður sem var nýverið opnaður á Hótel Borg.
  • Fjármálaráðuneytið og ríkisendurskoðun leggjast gegn birtingu greinargerðar um Lindarhvol þrátt fyrir óháð lögfræðiálit um annað.
  • Farið er yfir árið og stöðuna á hlutabréfamarkaði
  • Rætt er við Evu Laufey Kjaran dagskrárgerðarkonu, en hún er nýr markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.
  • Fjallað um fjárhag PCC á Bakka og aðkomu lífeyrissjóða að rekstrinum.
  • Breytingartíð vörumerkja hjá íslenskum fyrirtækjum.
  • Hópur fótboltamanna er að opna bæði hótel og gistiheimili á sömu götunni í Vestmannaeyjum.
  • Fjölmiðlarýnir fjallar um gengisþróun Íslandsbanka, leigufélag og talningamenn á Twitter
  • Óðinn fjallar um ósögð orð Ölgerðinnar og metarðgreiðslu Pfaff
  • Týr fjallar um miðaldra ríkisstarfsmann sem flytur til höfuðborgarinnar og lendir í vafasömum félagsskap.


Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði