Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms hafa gert með sér samning um hin svokallaðan Bifrastarstyrkinn sem nú er laus til umsóknar. Þetta kemur fram í frétt á vef háskólans .

Í styrknum felst að skólagjöld við háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Í umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram. Viðkomandi er síðan metinn og athugað hvort hann geti fengið styrkinn og verið mikilvægur liðsmaður Skallagríms.

Umsóknir sendist á [email protected] fyrir 10. maí næstkomandi.