„Við erum nú þegar að senda gestina okkar í fullt af ferðum. Til að gestirnir okkar fái upplifun í okkar stíl þá vildum við búa til okkar eigin ferðir,“ segir Pétur Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Kex Hostel.

Eigendur gistiheimilisins hafa nú ákveðið að færa út kvíarnar og hafa þeir stofnað félag um rekstur ferðaskrifstofu. Pétur segir í samtali við Viðskiptablaðið ferðirnar fyrst og fremst hugsaðar fyrir gestina. Aldrei sé að vita hvert verkefnið leiðir þá.

„Það getur vel verið að við förum að bjóða einhverja pakka,“ segir hann.

Nánar er rætt við Pétur um ferðaskrifstofuna og Kex Hostel í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Fasteignafélagið Reginn á tímamótum
  • Auður Capital stofnar nýjan sjóð
  • Staða LSR er grafalvarleg
  • Eftirmál húsleitar hjá Samherja
  • Skoðanakönnun: svartsýni eykst hjá stjórnendum
  • Framtíð Álftaness snýst um krónur og fleiri krónur
  • Framkvæmdastjóri Bauhaus segir tilbreytingu vanta á samkeppnismarkaði.
  • Framtíð Íslands: Grænland
  • Hvað kostar að keyra hringinn?
  • Rýnt í Peningamál Seðlabankans og horfurnar
  • Hver er þessi Brynjar Níelsson í Lögmannafélaginu?
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um hernaðarbröltið í Elliðaárdalnum
  • Óðinn fjallar um Seðlabankann og gjaldeyrismálin
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...