Í dag kemur í ljós hvert landslið Íslands tryggi sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópumeistarmótsins í fótbolta. Hyggjast fjölmörg fyrirtæki loka fyrr eða á meðan leik stendur yfir.

Þau fyrirtæki sem hafa tilkynnt um að útibú og skrifstofur sínar muni loka eru meðal annarra Arion Banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Eimskip, Samskip, Sjóvá, TM, VÍS, Vörður, Dorma, A4, Straumrás, Rekstrarvörur, Jónar Transport og Fiskikóngurinn.

Jafnframt eru þúsundir Íslendinga staddir í París til að horfa á leikinn svo ljóst er að leikurinn hefur mikil áhrif á atvinnulífið á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt á Vísi .