Taívanska fyrirtækið Foxconn hefur hækkað laun starfsmanna um 25%. Þetta er önnur launahækkun þeirra á tæpum tveimur árum.

Fyrirtækið er eitt af umsvifamestu íhlutafyrirtækjum í heimi og framleiðir tækjavörur fyrir mörg þekkt fyrirtæki geysistórum verksmiðjum í Kína. Þar á meðal er Apple, Microsoft, Dell og mörg fleiri. Það var Apple sem fór fram á rannsókn á starfsemi Foxconn en Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, lagði á það áherslu í síðustu viku að Apple vilji skipta við fyrirtæki sem virði starfsmenn sína.

Foxconn hefur um langt skeið verið gagnrýnt fyrir að greiða starfsmönnum sínum lág laun og mikla vinnu og bjóða upp á slæman aðbúnað. Hjá fyrirtækinu starfa um 1,2 milljónir manna.

Þar er unnið í allt að 14 klst á dag sex til sjö daga vikunnar. Á meðal starfa þeirra er samsetning á iPhone-símum, iPad-spjaldtölvum og Xbox-leikjatölvu Microsoft.

Meðallaunin fram til þessa eru 1.800 til 2.500 júana, jafnvirði allt að 30 þúsund króna á mánuði, samkvæmt umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um málið.