*

föstudagur, 5. júní 2020
Fólk 15. desember 2018 16:01

Frá Alvogen til Efni

María Bragadóttir, sem síðast starfaði sem framkvæmdastjóri Alvogen á Ísland, er nýr fjármálastjóri Efni.

Ritstjórn
María Bragadóttir er fjármálastjóri Efni.
Aðsend mynd

María Bragadóttir er nýr fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Efni, en meðal dótturfélaga þess eru Niceland Seafood, HausMart og TraceabiliT.

María er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í hagfræði frá HÍ auk stjórnunargráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Áður starfaði María hjá Alvogen, þar sem hún tók þátt í uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun og gengdi þar ýmsum stjórnunarstörfum. Síðast gengdi hún stöðunni Vice President Strategic Partner Management ásamt því að vera framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi.

María situr jafnframt í stjórn Samtaka Iðnaðarins og situr í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. María Bragadóttir hefur gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Efni.