María Bragadóttir er nýr fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Efni, en meðal dótturfélaga þess eru Niceland Seafood, HausMart og TraceabiliT.

María er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í hagfræði frá HÍ auk stjórnunargráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Áður starfaði María hjá Alvogen, þar sem hún tók þátt í uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun og gengdi þar ýmsum stjórnunarstörfum. Síðast gengdi hún stöðunni Vice President Strategic Partner Management ásamt því að vera framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi.

María situr jafnframt í stjórn Samtaka Iðnaðarins og situr í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. María Bragadóttir hefur gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Efni.