*

laugardagur, 16. október 2021
Fólk 24. ágúst 2021 10:05

Frá Arion til Sjóvá

Sjóvá hefur ráðið Gunnhildi Sveinsdóttur sem regluvörð og löfræðing í lögfræðiráðgjöf.

Ritstjórn
Gunnhildur Sveinsdóttir
Aðsend mynd

Gunnhildur Sveinsdóttir hefur verið ráðin regluvörður og lögfræðingur í lögfræðiráðgjöf hjá Sjóvá. Hún hefur þegar hafið störf hjá Sjóvá.

Gunnhildur hefur reynslu af bæði regluvörslu og lögfræðiráðgjöf í gegnum fyrri störf sín hjá Arion banka (áður Kaupþing banka), þar sem hún hefur starfað frá árinu 2002. Síðastliðin 4 ár hefur hún verið lögfræðingur í regluvörslu hjá bankanum en áður gegndi hún meðal annars starfi hópstjóra í lögfræðiráðgjöf og forstöðumanns lögfræðiinnheimtu bankans.

Gunnhildur lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2002. Hún er með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Gunnhildur er í sambúð með Brynjari J. Péturssyni, lögfræðingi hjá Útlendingastofnun og eiga þau þrjár dætur.