Um 10 þúsund tonn af ferskum laxi er fluttur á ári frá Færeyjum á Sushi-markaðinn í New York. Þetta kom fram í máli Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, á fjáramálaþingi Íslandsbanka. Eimskip rekur stærstu gámahöfnina í Færeyjum en Gylfi segir þetta vera mikið tækifæri fyrir Færeyinga sem áður stunduðu aðallega viðskipti við Danmörku.

Nú sé fiskinum slátrað á föstudegi í Færeyjum og hann kominn til New York þremur dögum síðar. Þetta sé eitthvað sem geti nýst okkur Íslendingum þegar fiskeldið hér landi kemst á skrið. Gylfi segir einnig að starfsemin í Færeyjum geti skipt miklu máli þegar olíuvinnslan á svæðinu kemst á skrið.