*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Fólk 6. apríl 2021 14:31

Frá LEX til OPUS

María Hrönn Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna. Starfaði hjá LEX í rúman áratug.

Ritstjórn
Aðsend mynd

María Hrönn Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna. Undanfarin ár hefur María Hrönn starfað hjá LEX lögmannsstofu eða allt frá árinu 2009.

Í störfum sínum hefur María Hrönn sinnt verkefnum á flestum sviðum lögfræðinnar en einna helst á sviði félagaréttar, gjaldþrotaréttar, stjórnsýsluréttar, vinnuréttar og hugverkaréttar.  Einnig hefur hún víðtæka reynslu af samningagerð, úrlausn deilumála og ráðgjöf við innlenda og erlenda umbjóðendur.

María Hrönn, sem er með málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi, er með mag.jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.

OPUS lögmenn er lögmannsstofa sem stofnuð var árið 2006 og er með tvær starfsstöðvar, eina í Austurstræti í Reykjavík og hina í Borgarnesi.