Árið 1970 hóf Listahátíð í Reykjavík göngu sína og rúmaði innan vébanda sinna alla listaflóruna. Með tímanum hafa ýmsar listgreinar klofið sig útúr hátíðinni og halda hátíð sinnar greinar, þar á meðal eru greinar einsog bókmenntir og kvikmyndir. Listahátíð í Reykjavik var ekki hugsuð til að skila hagnaði, heldur var henni ætlað að færa Íslendingum heim það besta sem var að gerast í listaheiminum erlendis. Búa til samræðu milli íslenskra listamanna og erlendra, gefa almenningi sem hafði lítil efni á ferðalögum tækifæri til að berja það besta augum, gæða borgina lífi og dýnamík.

Listahátíðirnar velta hundruðum milljóna og eru augljóslega mikil búbót fyrir verslun í miðborginni og hagkerfið í heild. Þá má ekki gleyma örast vaxandi atvinnugrein í heiminum nú um mundir, ferðamannabransanum

Börkur Gunnarsson skoðar málið í helgarblaðinu.