Örn Valdimarsson hefur átt litríkan starfsferil víða um heim. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Standard Chartered, Avaloq Innovations og Lýsingu, og stofnunum eins og Seðlabanka Sádi-Arabíu og Fjármálaeftirlitinu.

Fyrir tveimur mánuðum opnaði Örn nýja fataverslun í Smáralind að nafni Superdry og vendir þar með kvæði sínu sannarlega í kross.

Hann vann hjá breska sendiráðinu sem viðskiptafulltrúi áður en hann starfaði hjá Netskilum, Búnaðarbankanum og svo Kaupþingi.  Örn flutti sig svo heldur betur um set, en honum var boðið starf hjá Seðlabanka Sádi-Arabíu. Aðspurður segir Örn sig hafa haft réttu tengingarnar á réttum tímapunkti þegar hann fékk starfið hjá seðlabankanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .