*

laugardagur, 18. september 2021
Fólk 3. nóvember 2020 10:52

Frá VÍS til Sjóvá

Þórir Óskarsson hefur verið ráðinn til trygginga- og tölfræðigreiningar Sjóvá. Hefur starfað hjá VÍS síðustu 11 ár.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þórir Óskarsson, tryggingastærðfræðingur, hefur verið ráðinn til trygginga- og tölfræðigreiningar Sjóvá. Þórir hefur yfirgripsmikla reynslu af störfum á vátryggingamarkaði. Hann var tryggingastærðfræðingur hjá Købstædernes Forsikring G/S, elsta skaðatryggingafélagi Danmerkur frá 2006 til 2009 en hefur síðustu 11 ár starfað hjá VÍS. Þar gegndi hann m.a. starfi forstöðumanns áhættustýringar frá 2015-2018 og var tryggingastærðfræðingur félagsins frá árinu 2018. Sjóvá greinir frá ráðningu Þóris í fréttatilkynningu.

Þórir hefur verið stjórnarmaður í Íslenska Lífeyrissjóðnum frá 2009 og formaður endurskoðunarnefndar sjóðsins frá 2011. Hann er jafnframt formaður félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þórir er með BSc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og MSc. (Cand.Act.) gráðu í tryggingastærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Sambýliskona Þóris er Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir, verkefnastjóri hjá Dómsmálaráðuneytinu og eiga þau saman 5 börn.  

Þórir hefur störf hjá Sjóvá þann 1. desember næstkomandi.