Rósa Jónasardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá líftæknifyrirtækinu Genís hf. á Siglufirði.

Hún hefur síðasta áratug starfað í fjárstýringu hjá sænsku fyrirtækjunum Volvo Group, sem er leiðandi í framleiðslu flutningabíla á heimsvísu og bílaframleiðandanum Volvo Cars, nú síðast sem yfirmaður áhættustýringar.

Rósa er með M.Sc. gráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Gautaborg og víðtæka reynslu af störfum innan fjármálaheimsins sem stjórnandi og ráðgjafi.

Frá Íslenskri erfðagreiningu til Genís

Kristbjörg Bjarnadóttir hefur einnig verið ráðin til Genís. Verður hún framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá líftæknifyrirtækinu.

Kristbjörg hefur undanfarin ár starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknarstarf hennar hefur einkum beinst að erfða- og ónæmisfræði og hefur hún komið að ritun fjölda ritrýndra fræðigreina á því sviði.

Kristbjörg er með doktorsgráðu í líffræði frá Háskólanum í Genf og M.Sc. gráðu í taugalíffræði frá sama skóla.