*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. nóvember 2013 14:55

Ekkert útlit fyrir að orkuverð lækki í bráð

Breskir fjölmiðlar hafa upp á síðkastið greint talsvert frá nýjum möguleikum á orkuflutningi frá Íslandi um sæstreng.

Ritstjórn
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var einn þeirra sem töluðu á fundinum.

Fjölmenni var á ráðstefnu um íslenska orkuvinnslu og orkuútflutning, sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið gekkst fyrir í samvinnu við viðskiptafréttastofuna Bloomberg síðastliðinn föstudag, en þar beindist athyglin einkum að hugsanlegum raforkuflutningi um sæstreng frá Íslandi til Bretlandseyja. 

Á þriðja hundrað manns komu til ráðstefnunnar, en til þess var tekið að meirihluti gestanna var frá Bretlandi, bæði úr orkugeiranum, frá hinu opinbera og fjárfestingabönkum. Breskir fjölmiðlar hafa upp á síðkastið greint talsvert frá nýjum möguleikum á orkuflutningi frá Íslandi um sæstreng, en orkuverð hefur hækkað ákaflega í Bretlandi á liðnum árum og háværar raddir uppi um að stjórnvöld beiti sér til þess að lækka það. 

Ekkert útlit er þó fyrir að raforkuverð lækki í bráð og jafnvel rætt um orkukreppu, en umkvartanir aukast mjög nú er haustar og fólk þarf að fara að kynda ofnana að nýju. Þessari orkukreppu valda einkum verðhækkanir á jarðefnaeldsneyti, aukin áhersla á „grænar“ orkulindir, tregða  í fjárfestingum í orkugeiranum og óraunhæfar væntingar um hvernig ýmsir nýir orkugjafar myndu leysa hina eldri af hólmi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Sæstrengur