Samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofan hefur tekið saman yfir laun starfstétta var þjónustu-,sölu- og afgreiðslufólk með lægstu launin á árinu 2015 eða 438 þúsund krónur á mánuði, meðan stjórnendur voru hæstir með 1.001 þúsund krónur á mánuði.

Skrifstofufólk var með að meðaltali 466 þúsund krónur á mánuði, en verkafólk með 475 þúsund krónur á mánuði.

Tækni og sérmenntað starfsfólk var með 622 þúsund krónur á mánuði, iðnaðarmenn með 635 þúsund krónur á mánuði og sérfræðingar með 658 þúsund krónur á mánuði.

Fræðslustörf lægst ef horft er eftir atvinnugreinum

Ef tölurnar eru skoðaðar nánar eftir flokkum sést að heildarlaun voru hæst í þeim störfum sem flokkuðust undir fjármála- og vátryggingastarfsemi eða 815 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.

Næst komu heildarlaun í flokkinum rafmagns-,gas- og hitaveitur eða 808 þúsund krónur, en lægstu heildarlaunin voru í fræðslustarfsemi, eða 505 þúsund krónur.

Aðrar niðurstöður úr tölum Hagstofunnar: