Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi aðaleigandi og ráðamanns olíufélagsins Yukos og um tíma einn af af auðugustu mönnum Rússlands, er nú á leið til Þýskalands. Hann hefur setið í fangelsi í áratug en hann var árið 2005 dæmdur til níu ára fangelsisvistar vegna svika og undanskota frá skatti. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, náðaði Khodorkovskí fyrr í dag.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir að Khodorkovskí hafi áður en Pútín náðaði hann, óskað eftir ferðaleyfi til að heimsækja móður sína sem er á sjúkrahúsi í Þýskalandi.

Lögmaður Khodorkovskís hefur nokkrum sinnum farið fram á náðun skjólstæðings síns, en því verið hafnað. Stuðningsmenn Khodorkovskís segja hann hafa verið fangelsaðan að ósekju og dóminn yfir honum málatilbúnað enda hafi hann verið yfirlýstur pólitískur Pútíns og fjármagnað stjórnarandstæðinga.