Undanfarna daga hafa menn ekki síður haft áhyggjur af orðspori Íslands en samvisku fyrrverandi forsætisráðherra. Það er erfitt að mæla það nema með flóknum og dýrum skoðanakönnunum. Og þó, það má athuga hvernig menn hafa spurt leitarvélina Google og fá þannig óbeinar vísbendingar.

Ef skoðaðar eru allar Google-fyrirspurnir um Sigmund Davíð Gunnlaugsson frá árinu 2004 sést að hann á sér nokkra sögu. Hann var talsvert gýgldur þegar hann kom á þing og ekki síður eftir að hann varð forsætisráðherra, aðallega frá Íslandi. Síðustu daga hefur hins vegar orðið alger sprenging í fyrirspurnum um Sigmund og nánast allt að utan. Af því getur hver dregið sínar ályktanir.