*

laugardagur, 28. mars 2020
Innlent 4. mars 2012 21:08

Frægir gegn forsetanum

Þingmenn, borgarfulltrúar, leikarar, rithöfundar og fjölmiðlamenn hafa safnast saman í Facebook grúbbu og vilja fleiri forsetaframbjóðendur.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fjölmargir landsþekktir aðilar hafa í dag gerst aðilar að hópi á samfélagsvefnum Facebook sem ber yfirskriftina „Betri valkost á Bessastaði“ en síðan fyrir hópinn var stofnuð í dag.

Sem kunnugt er tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hygðist gefa kost á sér áfram, fimmta kjörtímabilið í röð. Ólafur Ragnar tók þó fram að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilið rynni á enda.

Í lýsingu á hópnum, eða grúbbunni eins og oftast er rætt um þegar talað er um facebook hópa, kemur fram að ásamt Ólafi Ragnari hafi þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson einnig boðið sig fram.

„Við viljum betri valkost í næsta forsetakjöri og þessi hópur er stofnaður til að ræða það,“ segir jafnframt í lýsingunni.

Þegar þetta er skrifað, upp úr kl. 21 í kvöld, er meðlimir hópsins orðnir um 680 talsins. Þar á meðal eru margir þjóðþekktir einstaklingar, s.s. þingmenn og borgarfulltrúar, blaðamann af Fréttablaðinu og DV, sjónvarpsmenn frá RÚV, nýr stjórnarformaður RÚV, leikarar, rithöfundar og margir fleiri.

Til að gerast meðlimur í hópnum getur viðkomandi beðið um aðgang. Stjórnendur hópsins geta þó bætt fólki í hann án þess að það biðji sérstaklega um það og rétt er að geta þess að í hópnum kunna að leynast einstaklingar sem ekki skráðu sig sjálfir í hópinn.

Í hópnum má sem fyrr segir finna mörg þekkt nöfn. Meðal þeirra eru:

 • Andrés Jónsson, almannatengill og fyrrv. formaður Ungra jafnaðarmanna
 • Andri Snær Magnason, rithöfundur
 • Atli Þór Fanndal, blaðamaður hjá DV (Hefur í athugasemd til Viðskiptablaðsins komið því á framfæri að hann var skráður í hópinn að sér forspurðum)
 • Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrv. þingmaður og fyrrv. varaformaður Samfylkingarinnar
 • Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG
 • Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. ráðherra - (ath. var bætti í hópinn að sér forspurðum og hefur skráð sig úr honum)
 • Árni Snævarr, fyrrv. fréttamaður á Stöð 2 og nú búsettur í Brussel
 • Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar og prófessor í stjórnmálafræði
 • Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar
 • Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrv. fréttakona og nú stjórnarformaður RÚV
 • Björg Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
 • Björn Ársæll Pétursson, starfsmaður Landsbankans og fyrrv. yfirmaður Landsbankans í Asíu
 • Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fyrrv. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og framvk.stjóri Já-Ísland sem er félag Evrópusambandssinna.
 • Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar
 • Dofri Hermannsson, fyrrv. borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
 • Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
 • Elín Hirst, fyrrv. fréttamaður
 • Felix Bergsson, listamaður og formaður Hverfisfélags Samfylkingar í Vesturbæ
 • G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar og fyrrv. fréttamaður á RÚV
 • Gerður Kristný, rithöfundur
 • Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og fulltrúi í stjórnlagaráði
 • Grímur Atlason, fyrrv. bæjarstjóri í Bolungavík og nú framkv.stjóri Iceland Airways
 • Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og dálkahöfundur hjá Fréttablaðinu. Guðmundur Andri er bróðir Örnólfs Thorssonar, forsetaritara. - (ath. var bætti í hópinn að sér forspurðum og hefur skráð sig úr honum)
 • Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi
 • Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar
 • Gunnar Smári Egilsson, fyrrv. ritstjóri og nú formaður SÁÁ
 • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
 • Helga Vala Helgadóttir, fyrrv. varaþingmaður Samfylkingarinnar
 • Herdís Þorgeirsdóttir, kennari í lögfræði á Bifröst
 • Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður forsætisráðherra
 • Illugi Jökulsson, rithöfundur og fulltrúi í stjórnlagaráði
 • Ingimar Karl Helgason, fyrrv. fréttamaður á Stöð 2
 • Jóna Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri
 • Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu
 • Kristrún Heimisdóttir, fyrrv. aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og síðar Árna Páls Árnasonar
 • Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka og formaður Samstöðu
 • Líf Magneudóttir, formaður VG í Reykjavík
 • Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
 • Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG
 • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona
 • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrv. borgarstjóri og fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar
 • Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
 • Svanfríður Jónasdóttir, fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar og nú bæjarstjóri í Dalvík
 • Sævar Sigurgeirsson, textahöfundur hjá Pipar/TBWA og einn af höfundum síðustu tveggja áramótaskaupa
 • Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar
 • Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og gjaldkeri Samfylkingarinnar
 • Þorfinnur Ómarsson, fyrrv. fréttamaður
 • Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttatímanum
 • Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar
 • Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrv. þingmaður Kvennalistans

Uppfært kl. 23.55. Nú eru um 1.160 meðlimir í umræddum hóp á Facebook. Rétt er þó að setja þann fyrirvara á að í hópnum kunna að leynast nöfn einstaklinga sem ekki hafa skráð sig af sjálfsdáðum í hópinn. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og fulltrúi í stjórnlagaráði, er einn af stjórnendum hópsins (e. admin). Aðrir stjórnendur eru Ingibjörg Hinriksdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Svala Jónsdóttir.