Talið er líklegt að Kim Kyong-hui, systir Kim Jong Il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu, og frænka þess núverandi, sé látin. Kim Jong Un, einræðisráðherra Norður-Kóreu, svipti eiginmann hennar, Jang Song Taek, öllum titlum í síðasta mánuði og lét taka hann af lífi fyrir landráð og spillingu fyrir jól.

Suður-Kóreska dagblaðið Chosun Ilbo segir ekki liggja fyrir hvenær Kim Kyong-hui á að hafa látið en talið er að hugsanlegt sé að nokkrar vikur séu liðnar frá andláti hennar. Blaðið segir hana hafa annað hvort fengið hjartaáfall eða framið sjálfsmorð. Ekki er í raun mikið vitað um Kim Kyong-hui að öðru leyti en því að hún er 68 ára. Hún er sögð hafa átt við áfengisvanda og þunglyndi að stríða um árabil eða frá því dóttir hennar framdi sjálfsmorð árið 2006. Þá segir blaðið að hún hafi til læknis af þessum sökum í Moskvu árið 2011 og aftur í Singapúr árið 2012.