Jong-il, Kim
Jong-il, Kim
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Stjórn seðlabanka Suður-Kóreu boðaði til neyðarfundar í morgun vegna fráfalls Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu, sem lést í gær. Andlát hans hafði strax neikvæð áhrif á Asíumörkuðum í morgun. Helsta ástæðan fyrir óróleikanum er óvissa um eftirmanninn, Kim Jong Un, yngsta son Kom Jong Il.

Kospi-hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Suður-Kóreu féll um 4,9% þegar verst lét en rétti úr kútnum þegar leið nær lokun markaða. Þá fór gjaldeyrismarkaðurinn á hliðina en gengi kóreska won-sins lækkaði um 1,6% gagnvart Bandaríkjdal. Fjármálasérfræðingar telja áhrifin hins vegar vara til skamms tíma.