Franska ríkissstjórnin ætlar að ná halla ríkissjóðs undir 3% fyrir árið 2017, að því er segir í frétt BBC. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins má fjárlagahalli ekki vera meiri en 3%, en hann var 4,2% í fyrra. Nú er gert ráð fyrir því að hann verið 4,3% á næsta ári og stefnir ríkisstjórnin að því að hann verði 2,8% árið 2017. Þýðir þetta í raun að markmiðið um halla undir 3% hefur frestast um tvö ár.

Fjármálaráðherra Frakklands, Michel Sapin segir að hagvöxtur í Frakklandi verði mjög lítill í ár. Til að ýta undir hagvöxt ætlar ríkisstjórnin að lækka ákveðna skatta og á að ná markmiðum um minni halla ríkissjóðs með því að skera útgjöld niður um 50 milljarða evra fyrir árið 2017.