Frakkar þurfa á „spark í rassinn“ til að verða aftur samkeppnishæfir í hinu alþjóðlega samfélagi. Þetta eru niðurstöður sérfræðingahóps sem Francois Hollandi skipaði til að fjalla um stöðu landsins.

Louis Gallois er einn af þekktustu viðskiptamönnum Frakka og tók þátt í störfum hópsins. Hann segir Frakka standa frammi fyrir kreppu sem tilkomin sé vegna skorts á trausti. Fjallað er um málið á vef The New York Times.

Hópurinn skilað ríkisstjórn Frakka tillögur að nýrri stefnumörkun sem þeir telja að komi landinu aftur á strik í alþjóðlegri samkeppni. Í tillögunum flest meðal annars að lækka launaskatt og er þeim í heild ætlað að koma landinu úr kyrrstöðu og styðja við fjárfestingu.

Í franska dagblaðinu Le Monde er haft eftir Hollande að í dag, 6. nóvember, muni ríkisstjórnin fara yfir skýrsluna og draga saman úr henni helstu mál og taka ákvörðun um framhaldið.