Hagvöxtur mældist 0,5% í Frakklandi á öðrum ársfjórðungi eftir lítilsháttar samdrátt. Þetta er betri niðurstaða en almennt var búist við en meðalspáin hljóðaði upp á 0,2% hagvöxt, að því er segir á vef breska viðskiptadagblaðsins Financial Times . Blaðið segir þessar jákvæðu fréttir af stöðu efnahagsmála í Frakklandi bætast við góðar fréttir frá Þýskalandi. Þar mældist 0,7% hagvöxtur á sama tíma, sem var umfram væntingar. Lítils háttar hagvöxtur mældist í fleiri löndum á sama tíma, svo sem í Japan, Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Hagkerfi Frakklands hafði dregist saman í lok síðasta árs og á fyrsta ársfjórðungi en samkvæmt þumalputtareglu er sagt að þá sé samdráttarskeið hafið. Blaðið hefur eftir Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, hagtölurnar sýna að hagkerfið sé á réttri leið.

Þrátt fyrir þetta er staða atvinnumála í Frakklandi ekki góð enda mælist atvinnuleysi 11%.

Fréttir af stöðu efnahagsmála í stærstu ESB-ríkjunum hafði ekki mikil áhrif á fjármálamarkaði í byrjun dags. Helstu hlutabréfavísitölur þokuðust þó lítillega upp á við.