Franska rík­is­stjórn­in hef­ur inn­leitt til­skip­un sem heim­il­ar at­vinnu­rek­end­um að banna létt­vín á vinnu­stöðum. Þessu greinir mbl.is frá.

Banna mátti allar gerðir áfeng­is nema létt­vín og epla­vín á vinnustöðum áður, en at­vinnu­málaráðuneyti lands­ins rök­studdi ákvörðun sína með þeim rök­um að neysla áfeng­is á vinnu­stöðum gæti ógnað ör­yggi og and­legri líðan starfs­manna.

Áfeng­isneysla er talin valda árlega um 49 þúsund dauðsföll­um í Frakklandi sam­kvæmt Gusta­ve-Rous­sy-stofn­un­inni um krabba­meins­rann­sókn­ir. Frakk­ar hafa lengi verið þekkt­ir fyr­ir mikla neyslu víns, þó hefur hún farið minnkandi undanfarið á sama tíma og bjórneysla hefur aukist.

Bandaríkjamenn fóru meira að segja fram úr Frökk­um í mála­flokkn­um árið 2013 og drukku 29 millj­ón­ir hektó­lítra af víni, um einni millj­ón hektó­lítra meira en Frakk­ar.