Frakkar og Þjóðverjar sækja nú um aðild að Asian Infrastructure Investment Bank (AIIB) sem er alþjóðleg fjármálastofnun. Bretland var fyrsta vestræna ríkið sem sótti um aðild að bankanum. AIIB var stofnað 21.október síðastliðinn undir forystu Kínverja en bankinn mun meðal annars fjárfesta í orku og flutning í Asíu ásamt því að styrkja innviði Asíu. Bankinn er talinn vera samkeppnisaðila annarra alþjóðlegra fjármálastofnanna eins og World Bank. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Fjármálastjóri Þjóðverja, Wolfgang Schaeuble staðfest á þriðjudag að þeir myndu sækja um aðild. Einnig staðfesti Fjármálaráðuneyti Frakka að þeir myndu sækja um og talið er að Ítalía muni fylgja fast á eftir.

Bandaríkin hafa sett spurningamerki við gæði bankans í stjórnháttum og umhverfismálum. Þegar talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Breta var spurður út í ummæli Bandaríkjamanna sagði hann: „Það munu koma tímar þar sem við munum taka aðra nálgun heldur en Bandaríkin“.