Efnahagsráðherra Frakklands, Emmanuel Macron, segist vera opin fyir því að slaka á lögum sem kveða um vinnuviku sem er að hámarki 35 tímar.

Efnahagur Frakklands hefur verið að veikjast síðastliðin ár og von er bundin við það að lengri vinnuvika geti aukið samkeppnisstöðu landsins á alþjóðamarkaði. Enginn hagvöxtur mældist á öðrum ársfjórðungi í Frakklandi.

Macron segist styðja það að vinnuveitendur geti kosið um það á vinnustað hversu langa vinnuviku þeir vilja. Ef meirihluti starfsmanna vill lengja vinnuvikuna verði hægt að gera það. Macron segir í samtali við Le Point að lykillinn að endurreisn efnahagslífsins í Frakklandi sé fólkgin í því að leysa úr læðingi alla orku fólks til að skapa virkni.

Franska ríkisstjórnin samþykkti lög um 35 tíma vinnuviku árið 2000 til að gera fyrirtækjum auðveldara að ráða fleira fólk með því að takmarka vinnutíma. Áður fyrr hafði franska vinnuvikan verið 39 tímar.