Frakkarnir landsliðið í handbolta átti aldrei í teljandi vandræðum með lið Dana. Frakkarnir kláruðu í raun leikinn með stórbrotinni frammistöðu í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu 23 mörk á móti 16 mörkum Dana. Lokatölur urðu 41-32 fyrir Frakkland.

Fyrr í dag sigraði lið Spánar lið Króata með einu marki eða 29-28. Spánverjarnir fá því bronsið. Annars er lokastaðan á mótinu þessu:

1. Frakkland
2. Danmörk
3. Spánn
4. Króatía
5. Ísland
6. Pólland

Guðjón Valur Sigurðsson var fyrr í dag valinn í úrvalslið Evrópumótsins, sem er svona skipað:

Markvörður: Niklas Landin - Danmörk
Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson - Ísland
Vinstri skytta: Mikkel Hansen - Danmörk
Leikstjórnandi: Domagoj Duvnjak - Króatía
Línumaður: Julen Aguinagalde - Spánn
Hægri skytta: Krzysztof Lijweski - Pólland
Hægra horn: Luc Abalo - Frakklandi
Besti varnarmaðurinn: Tobias Karlsson - Svíþjóð
Verðmætasti leikmaðurinn: Nikola Karabatic -Frakklandi