Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, tilkynnti í morgun að Frakkland myndi ekki ná markmiði sínu um halla á fjárlögum árið 2015. BBC News greinir frá þessu.

Evrópusambandið setur þau skilyrði að halli á fjárlögum aðildarríkjanna megi ekki nema meiru en 3% af vergri landsframleiðslu. Halli ársins 2014 í Frakklandi verður hins vegar um 4,4% og er áætlað að hann fari niður í 4,3% á næsta ári. Fer hann ekki niður fyrir 3% fyrr en árið 2017.

Þá munu áætlanir um hagvöxt ekki heldur ganga eftir. Hagvöxtur var áætlaður 0,7% á þessu ári en fer niður í 0,4%, og niður úr 1,7% í 1,0% árið 2015.