Vélar Iceland Express fljúgja 13 sinnum á viku til New York og Boston og getur flutt frakt til þessara borga á sama hátt og vélar Icelandair og Delta Air Lines. Í gær kom fram að Delta gæti flutt allt að sjö tonn af frakt í sínu flugi fimm sinnum í viku milli New York og Keflavíkur. Einnig kom fram að Icelandair gæti flutt frakt í sínum vélum, en flugfélagið flýgur 28 sinnum í vikum til þessara borga.

Öll flugfélögin eru með sambærilegar vélar, sem geta í farþegaflugi sínu flutt allt að sjö  tonn af frakt. Það er þó breytilegt eftir farþegafjölda í hverri ferð. Hins vegar hefur flutningsgeta flugvéla milli Bandaríkjanna og Íslands stóraukist; bæði með tilkomu Iceland Express á þessari flugleið og með Delta Air Lines á komandi sumri.

Samkvæmt upplýsingum frá Róberti Tómassyni, framkvæmdastjóra Cargo Express, sem er fraktþjónusta Iceland Express, hefur frakt í vélum flugvélagsins vaxið mjög undanfarið. Flutningar á frakt hafi rúmlega þrefaldasta á síðustu tveimur árum.

Samkvæmt Róberti notar Iceland Express Boeing 757 vélar sem eru með sömu burðargetu og aðrir sem eru að fljúga á þessari leið.

Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, sagði við Viðskiptablaðið í gær, mánudag, að til viðbótar fraktflutningum með farþegaflugi fljúgi sérstök fraktvél á laugardögum sem hefði mun meiri burðargetu eða um 30 tonn.