Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
© BIG (VB MYND/BIG)
Björn Þorvaldsson saksóknari fór í morgun fram á að sakborningar í Exeter-málinu svokallaða verði dæmdir í 5 mára fangelsi fyrir umboðssvik. Fréttastofa RÚV greinir frá. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn þeim Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjíornarformanni Byrs, Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi forstjóra Byrs og Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, hafa staðið yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur frá því á mánudag. Styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peningaþvætti.

Hámarksrefsing fyrir þessi brot er 6 ár. Að mati saksóknara er ljóst að ákærðu máttu vita að þeir væru að færa tap á Byr til að forða MP banka, sjálfum sér og lykilstarfsmönnum Byrs frá tjóni, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Hinir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Málið snýst um rúmlega milljarða króna lánveitingar í lok árs 2008 til þess að leysa starfsmenn Byrs, stjórnarmenn og MP banka undan skuldum sem stofnað var til í tengslum við stofnfjárkaupin.