Framadagar háskólanna verða haldnir á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, en þeir eru ætlaðir háskólanemum, útskrifuðum sem og núverandi nemendum, en aðrir gestir eru velkomnri. Markmið Framadaga er að háskólanemar fái tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika varðandi sumarstörf, framtíðarstörf eða verkefnavinnu.

Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Framadaga, hafa aldrei jafn mörg fyrirtæki tekið þátt í Framadögum í ár, en þau eru alls 53 talsins. Hvert fyrirtæki verður með bás þar sem hægt er að fá upplýsingar um fyrirtækið, komast í kynni við starfsmenn þess og leggja inn starfsumsókn. Meðal fyrirtækja sem verða með í ár eru CCP, Össur og Advania.

Þá verður boðið upp á sextán fyrirlestra um mismunandi málefni og þá verður hin árlega spurningakeppni milli kennara HÍ og HR. Spyrillinn verður Dr. Gunni, en í fyrra fóru kennarar HR með sigur af hólmi í keppninni.