Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem boðið hefur sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, fundaði með sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ í morgun. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins sóttu um 60 manns fundinn með Hönnu Birnu þar sem hún viðraði sín stefnumál og sjónarmið og svaraði jafnframt spurningum fundarmanna.

Í dag mun Hanna Birna hitta sjálfstæðismenn í Grindavík en síðustu viku hefur hún hitt flokksmenn á Ísafirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Hveragerði, Selfossi, Hellu og í Vestmannaeyjum.

Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, var í gær staddur í Lundúnum á fundi hjá alþjóðasamtökum miðju- og hægriflokka. Þá átti hann einkafund með David Cameron, formanni breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Þeir ræddu meðal annars stöðu ESB viðræðnanna og efnahagsástandið í Evrópu auk þess sem þeir ræddu um Icesave deiluna.

Rétt er að taka fram að Bjarni nýtti seinni hluta október mánaðar í fundarherferð um landið þar sem hann ásamt fleirum þingmönnum flokksins kynnti efnahagstillögur þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson hittir David Cameron á fundi þann 11.11.11.
Bjarni Benediktsson hittir David Cameron á fundi þann 11.11.11.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bjarni Benediktsson hittir David Cameron á fundi þann 11.11.11.

Eiga bæði yfir 4 þúsund vini á Facebook

Bæði Bjarni og Hanna Birna hafa fjallað um dagleg verk sín á Facebook síðustu daga. Hanna Birna , sem á tæplega 4.900 vini á Facebook, hefur birt myndir af framboðsfundum sínum, greinum og svo frv. Þá hefur Bjarni , sem á um 4.200 vini á Facebook, birt fréttir um stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum auk frétta um ferðalag hans til Lundúna.