Bankar og aðrar innlánastofnanir í Bretlandi hafa minnkað framboð sparireikninga um 23% á einu ári, þrátt fyrir að hafa nánast allir í þörf fyrir auka fjármögnun.

Þetta kemur fram í breska blaðinu The Daily Telegraph í dag en vitnað er í nýja skýrslu MoneyExpert.com sem segir að alls hafi 243 tegundir sparireikninga verið teknar af markaði síðustu 12 mánuði. Af þeim reikningum eru flestir þeirra hávaxtareikningar.

Í skýrslu MoneyExpert kemur þó fram að sparifjáreigendur séu heldur ekki að fá góða vexti af innlánum sínum. Tæplega 420 innlánsreikningar sem í boði eru (af rúmlega 1.000) greiða innan við 1% vexti.

Eins og áður segir hefur hávaxtareikningum fækkar verulega. Fyrir ári síðan voru um 500 sparireikningar í boði fyrir sem báru 4,5% innlánsvexti eða meira. Í dag eru aðeins 11 slíkir í boði og eru talsvert notaði af viðskiptavinum að sögn Telegraph.