Landsmenn hafa lengi verið afar áhugasamir um skíðaferðir í útlöndum. Ein stærsta ferðaskrifstofa landsins, Heimsferðir, mun ekki bjóða upp á neinar skíðaferðir í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista . Fyrirtækið dró sig af þessum markaði í fyrra og mun ekki bjóða upp á neinar ferðir til Lungau eða Flachau í ár.

Ástæðan fyrir stefnubreytingu ferðaskrifstofunnar er sú að fargjöld til Salzburg í Austurríki eru afar óhagstæð.

Gaman ferðir, dótturfyrirtæki WOW air, hefur hins vegar boðið upp á pakkaferðir þar sem flogið er með flugfélaginu.

Þær ferðaskrifstofur sem bjóða upp á skíðaferðir í ár eru GB-ferðir, Vita og Úrval útsýn.