Kostnaður við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum í vor nam 6.516.166 krónum, að því er segir í tilkynningu til fjölmiðla. Kostnaður við kosningaskrifstofuna nam 2,6 milljónum og þar af var launakostnaður um 715.000 krónur. Ólafur varði tæpum 2,8 milljónum í auglýsingar og kynningu. Langstærstur hluti þessa fjár fór í útvarpsauglýsingar, eða tæp 1,3 milljón. Sjónvarpsauglýsingar námu 136.262 krónum og auglýsingar í blöðum og vefmiðlum 33.474 krónum. Kostnaður við fundi og ferðir nam svo um 1,1 milljón króna.

Tekjur framboðsins námu 6.540.554 krónum. Þar af námu framlög frá 36 einstaklingum rétt rúmum 2,5 milljónum, framlög frá níu lögaðilum námu rétt tæpri 1,5 milljón og þá fengust 350.955 krónur með merkjasölu. Framlag Ólafs sjálfs nam tæpum 2,2 milljónum króna. Tekið er fram í tilkynningunni að engin framlög frá einstaklingum eða lögaðilum hafi verið yfir 200.000 krónum.