*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 15. janúar 2017 15:28

Framboð óvenjulítið

Um 20.000 einstaklingar á aldrinum 20-29 ára búa nú í foreldrahúsum sem er skýrt merki eru um að framboð eigna á húsnæðismarkaði sé óeðlilega lítið.

Bjarni Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Í búðalánasjóður hefur samþykkt umsóknir um stofnframlög til uppbyggingar á 385 nýjum leiguheimilum í ellefu sveitarfélögum. Alls nema stofnframlögin um tveimur milljörðum króna. Þetta var kynnt á fundi hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs í vikunni. Þar kom einnig fram að 20.000 einstaklingar á aldrinum 20-29 ára búa nú í foreldrahúsum, um 6.000 fleiri en fyrir 10 árum, og að skýr merki séu um að framboð eigna á húsnæðismarkaði sé óeðlilega lítið.

Í frétt Íbúðalánasjóðs er haft eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðingi í nýstofnaðri hagdeild Íbúðalánasjóðs, að 8 af hverjum 10 á aldrinum 25-34 ára verði fasteignareigendur þegar lánsmöguleikar og framboð eigna sé gott en aðeins 6 af hverjum 10 í sama aldurshópi þegar lítið framboð er eins og nú. Þá sagði Una að gæðum opinberra gagna um leigumarkaðinn væri stórlega ábó- tavant. Aðeins um 50% leiguíbúða séu sýnileg en Íbúðalánasjóður stefni á að bæta verulega gagnavinnslu um húsnæðismarkaðinn og auðvelda almenningi á að átta sig á stöðunni.

Framboð fasteigna að þorna upp

Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Íbúðalánasjóðs, fjallaði um þörfina fyrir nýtt húsnæði. Hann segir skýr merki vera um að framboð eigna á húsnæðismarkaði sé við það að þorna upp. Eignir seljist nú oft á sýningardegi sem sé óeðlilegt ástand. Sigurður segir að miðað við fjölda íbúða í landinu, og að 9-10% þeirra skipti um hendur á ári og 4 mánaða veltuhraða þá ættu 3.000 íbúðir að vera til sölu í dag en talan sé nær 1.000. Þetta geti verið merki um ofhitnun og að almenningur eigi að stíga varlega til jarðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.