Framhaldsskólanemum er margt til listanna lagt eins og margoft hefur sannast. Snilldarlausnir Marel hefjast brátt í fjórða skiptið og er verkefnið að þessu sinni að taka hlut, hvaða hlut sem er, og auka virði hans. Þetta er breyting frá fyrri árum þegar ákveðinn hlutur hefur verið gefinn til að vinna með. Fyrst var það herðatré, næst pappakassar og á síðasta ári dósir sem nemendurnir kepptust við að skapa eitthvað gagnlegt úr.

Í þetta skiptið verður horft til virðisaukningar hlutarins og fá sigurvegarar Snilldarlausna 75.000 krónur í verðlaun. Keppnistillögurnar eru kynntar á myndbandi og hafa áhugasamir frest til 31. október til að slá til. Keppnin er samstarfsverkefni Marel, Innovit og Samtaka atvinnulífsins.

Í Snilldarlausnum eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum. Hér að neðan má sjá sigurvegara í flokknum "Flottasta myndabandið" árið 2011.