Svo virðist sem samflot Wayne Rooney við nokkrar vændiskonur muni ekki kosta hann nærri jafn mikið fé og samskonar hegðun kostaði Tiger Woods.

Helstu auglýsingasamningar hans virðast nefnilega ekki ætla að verða fyrir áhrifum. Rooney fær rúmlega 1,3 milljarða króna greidda á hverju ári fyrir að auglýsa vörumerki á borð við Nike, Coca Cola og EA Sport.

Hann fær auk þess um milljarð króna árlega í laun hjá Manchester United.