Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun segir að framkvæmd 110% leiðarinnar hafi gengið hægt, en hún sé þó sambærileg hjá öllum fjármálafyrirtækjum, nema Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum. Nefndin telur að 110% leiðin hefði mátt vera einfaldari, og þar með fljótlegri í framkvæmd.

„Ef miðað hefði verið við 110% af fasteignamati í stað markaðsvirðis ódýrari eigna, láta aðrar aðfararhæfar eignir ekki dragast frá niðurfærslu að ákveðnu marki og taka upp fríeignamark með fastri fjárhæð, hefði mátt einfalda og flýta málum. Fríeignamat ætti að miðast við ákveðna fjárhæð, en ekki við ráðstöfunartekjur. Meta ætti aðrar aðfararhæfar eignir á raunvirði/markaðsvirði þegar miðað er við markaðsvirði fasteigna. Þeir sem hafa fengið mál sín afgreidd ættu að eiga þess kost að fá endurmat ef verðmat annarra aðfararhæfra eigna hafði áhrif á fyrri niðurstöðu,“ segir nefndin.

Minnt er á að samstaða var í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis um að ekki skyldi gengið lengra en gert var um heimildir Íbúðalánasjóðs til þátttöku í 110% leiðinni og lífeyrissjóðirnir telja eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar girða fyrir að þeir gangi lengri.

Skýrsla nefndarinnar .