*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 4. október 2016 18:31

Framkvæmdastjórar Ryanair svartsýnir

Framkvæmdarstjórar Ryanair telja það ólíklegt að veiking pundsins muni hafa mikil áhrif á eftirspurn eftir flugum til Bretlands.

Ritstjórn
Michael OLeary

Ýmsir hagfræðingar hafa bent á það að vinsældir Bretlands muni aukast til muna meðal ferðamanna, nú þegar pundið hefur fallið í nánast sögulegt lágmark. Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair, er aftur á móti ekkert sérlega sammála þessum yfirlýsingum.

Forsvarsmenn flugfélagsins telja fall pundsins augljóslega hafa áhrif, en jafnframt telja þeir að t.d. þýskir ferðamenn muni frekar vilja ferðast til Spánar og Ítalíu í fríunum sínum. Aftur á móti telja þeir að bretar muni nú ferðast umtalsvert minna en áður.

Í samtali við fréttaveitu Bloomberg, segir David O'Brien, einn framkvæmdarstjóra flugfélagsins, það afar ólíklegt að ferðamenn velji Bretland fram yfir aðra sólríkari kosti. „Veikara pund er ekki að fara að gera fólk í Hamborg spenntara fyrir því að ferðast til Newcastle.“

Þessar yfirlýsingar stangast aftur á móti á við yfirlýsingar annara flugfélaga. Ryanair telur að næstu ár geti orðið erfið fyrir sig rekstrarlega séð og að ef til vill þurfi að endurskoða áfangastaði og áætlanir.

Stikkorð: Flug Ryanair Pundið